Samfélagsmiðilinn Facebook tilkynnti í gær að vægi kynningarefnis muni minnka verulega frá og með janúar næstkomandi.

Það hefur í för með sér að í hefðbundnum Facebook rúnti munu notendur síður reka augun í færslur frá verslunum og vörumerkjum þar sem nýjar vörur eru kynntar, notendum boðið að taka þátt í leikjum eða eitthvað þvíumlíkt.

Facebook er með þessu að senda skilaboð til fyrirtækja og auglýsingastofa, og vill að þessir aðilar kaupi auglýsingar fyrir vörumerki sín á samfélagsmiðlinum, í stað þess að reyna að ná til Facebook notenda ókeypis með markaðsefni sínu. Vægi þess að hafa tugi þúsunda manns sem líka við síðuna manns verður því ekki jafn mikið og áður.

Betri upplifun notanda er ástæða breytinganna samkvæmt Facebook, þannig að það sé meira af áhugaverðu efni í fréttaveitu (e. News feed)… en vitanlega mun þetta eflaust hafa í för með sér fleiri kostaðar færslur (e. sponsored posts) sem eykur tekjur fyrirtækisinsAð neðan má sjá dæmi frá Facebook um kynningarefni sem hverfur:

Facebook - kynningarefni

 

Write A Comment