500 milljón manns nota Facebook Messenger í hverjum mánuði samkvæmt tilkynningu sem Facebook sendi frá sér í gær.

Vert er þó að geta þess að þessar vinsældir forritsins koma ekki til vegna aukins áhuga einstaklinga, heldur því notendur geta ekki lengur sent skilaboð innan venjulega Facebook forritsins, eins og við greindum frá í sumar.

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, sagði að fyrirtækið hefði farið í þessar aðgerðir til þess að þjóna notendum betur. Þótt 500 milljónir manns noti forritið reglulega, þá eru samt 830 milljónir einstaklinga sem eru ekki með forritið, en 1,3 milljarður manns nota nú Facebook reglulega í einkatölvum, snjallsímum og spjaldtölvum.

Write A Comment