Nýr liður er að byrja hér á síðunni, sem heitir Vefsíða vikunnar, þar sem ein síða verður kynnt í hverri viku sem getur nýst notendum við leik og störf. Reynt er að komast hjá því að nefna síður sem eru komnar í nethringinn hjá notendum (eins og mbl, vísir, flickmylife o.s.frv.) heldur er frekar miðað við oft nokkur sértækar síður.

Fiverr.com

Fyrsta síðan í þessum lið er Fiverr. Á síðunni getur maður keypt eða selt þjónustu fyrir fast verð, 5 bandaríkjadali (Fiverr tekur 20% í sinn hlut). Öll viðskiptin fara í gegnum PayPal.

Skelltu þér á Fiverr.com ef þú vilt senda flippaða afmæliskveðju, stækka plássið þitt á Dropbox eða fá póstkort frá Rússlandi, svo dæmi séu tekin.

 

Fiverr.com [Vefsíða vikunnar]

Author

1 Comment

Write A Comment