Facebook tilkynnti í gær nýja og betri útgáfu af Facebook forriti sínu fyrir Android kerfið. Android notendur hafa ekki verið par sáttir með Facebook forritið hingað til, og þetta ku vera bót á máli.

Nýja forritið á að vera hraðara, birtir myndir með betri hætti, auk þess sem viðmótið er mun líkara því sem iOS og farsímanotendur hafa komið til með að venjast. Efst á skjánum má svo sjá tilkynningar.

Forritið er að sjálfsögðu ókeypis, og hægt er að nálgast það á Android Market.

Facebook [Android Market]

 

Author

Write A Comment