fbpx

Windows: Spybot Search & Destroy er eitt af grundvallarforritum sem hver Windows notandi ætti að vera með uppsett á tölvunni sinni. Forritið er létt í keyrslu, og hefur m.a. þann tilgang að finna og eyða njósnaforritum (e. Spyware) sem sett hafa verið upp á tölvunni án vitundar notandans.

Ekki fer mikið fyrir slíkum forritum, og þau eru almennt keyrð í bakgrunni án þess að notandinn verði var við þau, en slík forrit fylgjast með allri notkun á tölvunni og senda til utanaðkomandi aðila (t.d. greiðslukortaupplýsingar og aðgangsupplýsingum að tölvupósti o.fl.).

Að neðan má svo sjá myndband sem sýnir forritið í notkun

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. Myndi nú frekar mæla með CCleaner, en það gæti verið meira persónulegt álit.
    Þarf að keyra prufur á Spybot meira til að endanlega dæma það og notagildi.

Write A Comment