fbpx

Mac OS X LionHosts skráin er öflugt tól, og með henni er m.a. hægt að loka á tengingu tölvunnar þinnar við ákveðnar síður. Þetta hefur verið mikið notað af þeim sem jailbreak-a iOS tæki, þannig að Hosts skránni er breytt og lokað er á tengingu við vefþjóna Apple.

Gallinn er hins vegar sá, að ef þú hefur áður jailbreak-að iPhone eða iPad þá má vera að Hosts skráin geymir færslur, sem valda því að ekki er hægt að uppfæra tækin lengur, heldur gefi þér villuboð. Til að unnt sé að eða gera clean restore á áðurnefndum tækjum þá þarf að fjarlægja þessar færslur.

Ef þú vilt breyta Hosts skránni í Mac, hvort sem það er til að hjálpa þér við jailbreak eða af öðrum ástæðum þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

 

Skref 1: Opnaðu Terminal forritið. Finnur það í Applications/Utilites eða bara með því að slá upp nafninu í Spotlight.

Skref 2: Þegar þú ert kominn í Terminal þá skaltu rita eftirfarandi texta og ýta á Enter

sudo nano /private/etc/hosts

Þegar þú slærð þetta inn þá biður tölvan þig um lykilorð sem þú þarft að slá inn. ATH! Ekkert birtist á skjánum sem gefur til kynna að þú sért að slá inn lykilorð (ekkert ***** eða neitt slíkt.)

Skref 3: Nú ertu kominn í Hosts skránna og getur breytt henni að vild. Ekki eyða þó neinu sem þú ert ekki handviss um að þú hafir ekki sett inn sjálfur. Ef þú hefur jailbreak-að iPhone/iPad eða eitthvað slíkt tæki þá er algengt að eftirfarandi línur séu í skránni, sem þú getur einfaldlega eytt út:

74.208.105.171 gs.apple.com
eða
74.208.10.249 gs.apple.com

Skref 4: Vistaðu Hosts skránna með því að ýta á Ctrl+O. Þá þarftu að ýta á Enter til að staðfesta að þú viljir vista yfir /private/etc/hosts skránna. Svo skaltu ýta á Ctrl+X til að fá upp venjulegan Terminal glugga.

Skref 5: Skrifaðu nú eftirfarandi skipun og ýttu svo á Enter svo breytingarnar fái gildi. Einnig er hægt að endurræsa tölvuna ef þú vilt það frekar.

dscacheutil -flushcache

Avatar photo
Author

Write A Comment