fbpx

Fyrr í vikunni kynnti Microsoft nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins, Windows 10. Sú „nýjung“ sem flestir Windows notendur fagna eflaust er Start-hnappurinn sem snýr aftur í Windows, en Microsoft fjarlægði hann í Windows 8 við litla kátínu notenda.

Miklar áherslur eru lagðar á úrbætur sem henta fyrirtækjamarkaði í Windows 10, eins og nýtt notendaviðmót, aukið gagnaöryggi og öflugri aðgangsstýring. Þá var Windows Insider Program (WIP) kynnt til sögunnar, en það er stærsta samstarfsverkefni sem Microsoft hefur ráðist í. Með WIP geta notendur átt í beinum samskiptum við Microsoft og komið ábendingum áleiðis til að betrumbæta stýrikerfið. Markmiðið með þessu er að bæta þróun Windows-stýrikerfisins og sinna þörfum notenda betur.

Helstu breytingar

Start takkinn snýr aftur

windows-10-start

Eftir háværar kvartanir notenda þá kom Start hnappurinn aftur í Windows 8.1, en nú fylgir valmynd þegar smellt er á takkann, sem veitir greiðan aðgang að forritum og skjölum notenda.

„Task view“

windows-10-task_view

Þetta er nýr hnappur sem gerir notandanum kleift að sjá hvaða forrit eru opin, og auðveldar honum að skipta á milli þeirra. Minnir dálítið á

Mörg skjáborð

Windows 10 - Virtual Desktops

Eiginleiki sem hefur verið til staðar Mac OS X og Linux stýrikerfum í nokkur ár, en Windows notendur munu þá geta búið til og skipt á milli skjáborða, og skipt á milli þeirra með einföldum hætti.

Write A Comment