iOS: Tölvuleikjafyrirtækin EA og Gameloft eru í þvílíku jólaskapi þessa dagana, og hafa snarlækkað verðið á meira en 100 leikjum sem allir eru seldir í App Store. Á listanum má finna leiki, sem kostuðu allt upp í $9.99, sem kosta nú einungis $0.99.

Meðal leikja sem eru í boði á þessu lækkaða verði frá EA eru Battlefield: Bad Company, Boggle, FIFA 12, NBA Jam, Madden NFL 12, RISK og margir fleiri. Frá Gameloft má nefna leikina NOVA 2, Driver, Spider-Man: Total Mayhem, Tom Clancy’s Ranbow Six: Shadow Vanguard og 12 leiki til viðbótar.

Að neðan má sjá tengla á iTunes síður áðurnefndra fyrirtækja, þar sem hægt er að skoða alla leikina sem eru í boði frá hvoru fyrirtæki.

Ritstjórn
Author

Write A Comment