fbpx
Tag

Leikir

Browsing

Angry Birds Space

Tæpt ár síðan Rovio gaf út Angry Birds Rio kom út á iOS og Android, en mikil eftirspurn er ávallt meðal Angry Birds notenda eftir nýjum leik, þar sem að Angry Birds leikirnir eru þannig úr garði gerðir að þegar notandinn klárar leikinn, þá er spilun leiksins að mestu lokið.

Angry Birds logoAngry Birds, vinsælasti iPhone leikur allra tíma, er nú kominn á Facebook. Facebook útgáfu leiksins svipar skiljanlega mjög til iOS útgáfunnar, en Rovio lofar líka nýjungum í leiknum á þessum vettvangi. Leiknum hefur verið halað niður 700 milljón sinnum í App Store, og talið er að fjöldi Angry Birds notenda muni fara yfir milljarðinn þegar 800 milljón Facebook notendur hafa aðgang að leiknum.

iOS: Tölvuleikjafyrirtækin EA og Gameloft eru í þvílíku jólaskapi þessa dagana, og hafa snarlækkað verðið á meira en 100 leikjum sem allir eru seldir í App Store. Á listanum má finna leiki, sem kostuðu allt upp í $9.99, sem kosta nú einungis $0.99.

Meðal leikja sem eru í boði á þessu lækkaða verði frá EA eru Battlefield: Bad Company, Boggle, FIFA 12, NBA Jam, Madden NFL 12, RISK og margir fleiri. Frá Gameloft má nefna leikina NOVA 2, Driver, Spider-Man: Total Mayhem, Tom Clancy’s Ranbow Six: Shadow Vanguard og 12 leiki til viðbótar.

iOS: Ef þú ert á aldrinum 30-45 ára þá spilaðir þú kannski gamla klassíska Breakout leikinn sem Atari gaf út árið 1976. 35 árum síðar þá er útgáfa af þessum leik komin í App Store fyrir öll iOS tæki og heitir Breakout Boost. Leikurinn kemur á 40 ára afmæli Atari fyrirtækisins.