fbpx

Ef þú hefur jailbreak-að iOS tæki (iPhone, iPad, iPod Touch) á iOS 5.0.1 símann þinn, þá getur vel verið að iBooks virki ekki á tækinu þínu, sem er skiljanlega heldur hvimleitt. Einföld lausn er við þessu, sem krefst þess að þú SFTP-ir inn á tækið þitt.

Til þess að laga bilað iBooks á iOS 5.0.1 eftir jailbreak þá þarftu að gera eftirfarandi:

Skref 1: Náðu í eftirfarandi skrá: iBooksFix_GizmoWebs.deb (Uppfært: 2. des 2014: Skráin farin).

Skref 2: Opnaðu Cydia, leitaðu að OpenSSH og settu það upp.

Skref 3: Passaðu að iOS tækið og tölvan sem þú ert að gera þetta á séu  tengd við sama WiFi.

Skref 4: Á iOS tækinu þínu skaltu fara í Settings > WiFi, slá á bláu örina við netið sem þú ert tengdur við, og skrá niður  hvað stendur í IP address (hugsanlega 192.168.1.x eða 10.0.1.x).

Skref 5: Sæktu forrit sem styður SFTP (t.d. WinSCP á Windows eða Cyberduck á Mac). Opnaðu þessi forrit og reyndu að tengjast þínu tæki. Í server name skráiru IP töluna þína sem þú tókst niður í skrefi 4. Notendanafn er svo root og lykilorðið alpine.

Skref 6: Þegar þú hefur tengst iOS tækinu þínu þá skaltu vara í möppuna „/var/root/Media/Cydia/AutoInstall“ og setja skrána úr skrefi 1 í þá möppu.

Skref 7: Endurræstu iOS tækið þitt, og að því búnu ætti allt að vera komið í lag.

Avatar photo
Author

2 Comments

  1. Jósef Dan Karlsson Reply

    “/var/root/Media/Cydia/“ ég finn nú ekki einusinni þessa möppu…?!? einhver með upplýsingar fyrir mig hvar þetta gæti verið staðsett annars 😀

Write A Comment