fbpx
Tag

Cydia

Browsing

Ætti ég að framkvæma jailbreak á iOS tækinu mínu?

Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að reglulega koma greinar inn hér inn á Einstein.is sem lúta að því hvernig jailbreak er framkvæmt á iOS tækjum, eða jafnvel sérstökum jailbreak forritum.

Margir spyrja sig gjarnan hvaða gagn það geri að framkvæma þetta jailbreak á iPhone, iPad eða iPod Touch, og hvort tækið líði eitthvað fyrir það. Hér á eftir reynum við að svara þeim spurningum, og fara yfir kosti og galla þess að framkvæma jailbreak.

NCSettings

Mörgum þykir ferðalagið til að kveikja og slökkva á hlutum eins og Bluetooth vera heldur langt. Til þess þá þarf notandinn að hætta tímabundið í forritinu (eða leiknum) sem hann er í. Síðan þarf að opna Settings > Bluetooth og svo á ON/OFF hakið.

Cydia viðbótin NCSettings styttir þetta ferðalag talsvert, en uppsetning þessarar viðbótar er eitt af fyrsku verkum notenda eftir vel heppnað jailbreak. 

Evasi0n jailbreak

Jailbreak fyrir iOS 6, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kom út fyrr í dag kl. 17:00 á íslenskum tíma, og hefur þegar verið halað niður 100.000 sinnum.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan þá ætlum við að fara með ykkur í gegnum ferlið ef þið viljið framkvæma untethered jailbreak á tækjunum ykkar. Þetta jailbreak virkar á öllum iPhone, iPad og iPod touch tækjum sem keyra iOS 6.0-6.1.2

iOS 6 - jailbreakiOS 6 stýrikerfið hefur hingað verið þrándur í götu þeirra sem vilja framkvæma jailbreak á tækjunum sínum. Einungis er hægt að framkvæma svokallað tethered jailbreak á iPhone 4 og eldri tækjum, sem krefst þess að notendur ræsi símann með hjálp tölvu ef hann rafhlaðan tæmist eða einhver slekkur á símanum.

Hið eftirsóknarverða untethered jailbreak er ekki komið fyrir sömu tæki, og ekkert jailbreak fyrir iOS 6 fyrir þá sem eiga iPad 2, iPhone 4S eða nýrri tæki. Bráðum kemur þó betri tíð með blóm í haga, ef eitthvað er að marka forritarann og jailbreak sérfræðinginn Planetbeing.

Íslenskt lyklaborðJailbreak: Íslenskir iPhone, iPad og iPod touch notendur eru almennt nokkuð sáttir með iOS stýrikerfið frá Apple, en flestir eru þó sammála um að stuðningur við íslenskt lyklaborð mætti vera betri.

Eins og staðan er í dag þá þurfa þurfa notendur að ýta á og halda inni A til að fá Á, I til að fá Í o.s.frv. sem getur verið heldur tímafrekt ef maður er að skrifa langt bréf eða tölvupóst.

Cydia logo - 150x150Það gerist alltaf endrum og sinnum að við fáum fyrirspurn frá aðilum sem í sakleysi sínu vilja nota mús og lyklaborð á iPad spjaldtölvunni sinni. Leiðbeiningar um notkun á þráðlausum Bluetooth lyklaborðum eru einfaldar, en svarið við hlutanum er varðar notkun á mús er alltaf það sama: „Hverju ætlarðu að stjórna með músinni?“

Ef þú átt iPad sem þú hefur jailbreakað, þá þarf þetta ekki að vera tilfellið, því nú er komin Cydia viðbót, sem gerir manni kleift að nota þráðlausa mús með iPad, sem tengist með áðurnefndri Bluetooth tækni.