fbpx

Þig langar í eina ískalda dós af annaðhvort uppáhaldsbjórnum eða gosinu þínu núna, en ekki eftir klukkutíma, en dósin er við stofuhita. Það er ákveðið vandamál. Hér kemur eitt ráð, sem ætti að bjarga þessu, og hægt er að nota hluti sem eru til á flestum heimilum.

Það sem þú þarft er eftirfarandi:

  • Fata eða stórt klakabox
  • Vatn
  • Klaki
  • Salt
  • 1 33cl dós að eigin vali (má vera 50cl, en þessar litlu eru flottari)

Nú skaltu láta dósina í fötuna, fylla hana af klaka (eða svona hér um bil) setja u.þ.b. 1-2 bolla af salti út í og fylla svo af köldu vatni. Hrærðu aðeins í þessu og bíddu í 5 mínútur.

Ekki hagkvæmt til lengdar að nota alltaf svona mikið salt til að kæla einn drykk, en getur komið sér vel í ýmsum tilvikum.

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. Góð leið til að losna við allt iðnaðarsaltið sem annaðhvert fyrirtæki situr uppi með þessa dagana?

Write A Comment