Gives Me Hope [Vefsíða vikunnar]

Greiðsluaðlögun, skuldavandi heimilanna og hækkandi eldsneytisverð er eitthvað sem margir lesa um en pirra sig yfir, nokkuð eðlilega. Gives Me Hope er vefsíða sem getur dimmu í dagsljós breytt. Gives Me Hope gerir ekkert nema að birta tilfinningalegar reynslusögur, sem nánast undantekningalaust eru aðsendar frá lesendum, og eru til þess fallnar að láta gott af sér leiða.