VLC Media Player er vinsælt margmiðlunarforrit á Windows, Linux og Mac sem margir leita til ef þeir þurfa að spila tónlist eða myndband, m.a. af þeirri ástæðu að það er þrautin þyngri að finna skrársnið sem þetta forrit spilar ekki án nokkurra vandræða .
Mac útgáfa forritsins skartar nýju viðmóti sem svipar mjög til þess sem notendur kannast við úr iTunes, auk þess sem það styður nú Full Screen í Lion. Windows útgáfan fékk ekki jafn mikla andlitslyftingu, en kemur nú í 64-bita útgáfu, auk þess sem hægt er að spila margar skrár sem pakkað hefur verið í staka .RAR skrá.
Þeir hjá VideoLAN, fyrirtækinu á bak við VLC, nefndu að iOS og Android útgáfur væru einni væntanlegar. iOS útgáfan hefur reyndar verið til staðar, bæði fyrir þá sem hafa jailbreak-að iPhone síma sína, en forritið átti einnig stutt stopp í App Store fyrir rúmu ári síðan áður en það var fjarlægt.
VLC Media Player forritið er ókeypis og hægt er að ná í það á heimasíðu VideoLAN