Víða um heim þá bjóða háskólar upp á hugbúnað á lægra verði en í smásölu. Háskólinn í Reykjavík hefur staðið sig einna best af því er íslenska háskóla varðar, en nemendur skólans geta nú keypt Office pakkann og Windows 7 stýrikerfið frá Micrsoft á hlægilega lágu verði.

Sem dæmi má nefna að Windows 7 Ultimate kostar meira en 50.000 kr. í smásölu hérlendis, en nemendum HR býðst að fá Windows 7 Enterprise á einungis 5500 kr. Þá kostar Office pakkinn einungis 4500 kr., en smásöluverð á Office er oft í kringum 20.000 kr.

Fyrir 10.000 kr. er því hægt að fá nýtt stýrikerfi og Office pakkann, sem er meira en 80% afsláttur af smásöluverði.

Ritstjórn
Author

Write A Comment