iPad kemur til Íslands 23. mars

Á Apple kynningunni í gær kom fram að iPadinn kemur í verslanir 16. mars í völdum löndum, og viku síðar, eða 23. mars hefst sala á honum í fleiri löndum, þ.á m. Íslandi.

Helstu nýjungarnar á nýja iPadinum eru eins og áður hefur komið fram:;

Betri skjár. Nýi iPadinn er með 2048×1536 skjáupplausn. Fjórum sinnum fleiri dílar en iPad 2, sem var með 1024×768 skjáupplausn. Stökkið úr iPad 2 yfir í nýja iPad verður því mögulega eins og fyrir nærsýnan mann að fá gleraugu.

Fjögurra-kjarna A5X örgjörvi er á iPadinum, sem skartar að auki fjögurra-kjarna skjáhraðli (e. quad core graphics), en fólk grunar að þetta sé sami skjáhraðallinn og PS Vita leikjatölvan frá Sony notar, sem hefur fengið mikið lof fyrir góða grafík.

Siri. Takmörkuð útgáfa af Siri kemur á iPad sem gerir manni kleift að gera hana að nokkurs konar ritara sínum, þannig að hún ritar það sem maður lesa fyrir hana.

Betri myndavél. 5MP myndavél með svokölluðum CMOS nema, sem svipar til myndavélarinnar á iPhone 4S, sem hefur hlotið mikið lof meðal gagnrýnenda.

4G LTE gagnaflutningsnet er í boði, þar sem sú tækni er til staðar, sem styður gagnaflutning allt að 72Mbit/s (u.þ.b. 9MB/s).

Betri rafhlöðuending. Betri í þeim skilningi, að allt ofangreint er frekar orkufrekt, en rafhlaðan hefur sömu endingu og iPad 2. (edit)

Author

Write A Comment