Kvikmyndir og sjónvarpsefni í föstu formi eru á undanhaldi. Margmiðlunarspilarar á borð við Apple TV verða sífellt vinsælli, sem notaðir eru til að leigja stakar myndir (t.d. iTunes) eða þar sem maður borgar mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkað áhorf (t.d. Netflix).Á vefsíðunni Can I Stream It? geturðu leitað að kvikmynd sem þig langar að horfa á, og þá geturðu séð hvort og hvar hægt er að horfa á hana yfir netið. Einnig geturðu séð hvar hægt er að kaupa myndina á DVD eða Blu-ray ef þú hefur áhuga á því.
Can I Stream It? [Vefsíða vikunnar]