fbpx

Handklæði - HeimilisráðEf þú ert í tímaþröng, átt ekki straujárn, eða vilt fara ótroðnar slóðir til að ná krumpum úr fatnaði, þá eru til nokkur ráð sem gætu komið þér til bjargar.

Að neðan koma fimm góð húsráð til að ná krumpum úr fatnaði, ef straujárn er ekki til staðar.

1. Rakt handklæði
Þá leggur þú einfaldlega flíkina niður á strauborð (eða annað borð), þrýstir handklæðinu niður á krumpurnar, og þá ættu krumpurnar skv. öllu að vera farnar.

2. Hraðsuðuketill
Þá læturðu flíkina vera vera ca. 20-30 cm fyrir ofan hraðsuðuketilinn þegar gufan fer að rjúka úr honum. Passaðu bara að brenna þig ekki.

3. Þurrkari
Taktu hreinan sokk eða klút, og bleyttu hann lítillega. Skelltu honum síðan í þurrkarann ásamt flíkinni og hafðu hann þar inni í 15-20 mínútur.

4. Heit sturta
Farðu í 10-15 mínútna sturtu og hafðu lokað fram þannig að gufa myndist inni í baðherberginu. Hengdu flíkina upp við endann á sturtuslánni eða á öðrum hentugum stað inni á baðherberginu.

5. Hárblásari
Bleyttu krumpaða svæðið líttillega. Notaðu síðan hárblásarann á lágri stillingu og þurrkaðu blettinn þangað til hann er þurr, og krumpurnar vonandi farnar. Passaðu að hafa hárblásarann ekki of nálægt flíkinni.

 

Heimild: Stylelist
Mynd: Flickr
Avatar photo
Author

Write A Comment