fbpx

Windows: Þegar Apple kynnti 3. kynslóð af iPad fyrir stuttu, þá kynntu þeir einnig til sögunnar nýtt Apple TV, og nýjan hugbúnaðaruppfærslu fyrir Apple TV, útgáfu 5.0. Með uppfærslunni þá hætti Apple að leyfa einstaklingum að setja inn 4.4.4 útgáfuna á tæki sín, þannig að þegar notendur reyna að jailbreaka tækin skv. leiðarvísi okkar, þá munu þeir eflaust fá villuna „This Apple TV is not eligible for this version“.

Með (frekar miklum) krókaleiðum þá geturðu samt sett upp og jailbreak-að Apple TV sem er uppsett með 4.4.4, ef þú ert með Windows uppsett á tölvunni þinni.

Ef þú vilt stinga þér í djúpu laugina, þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi. Þessi leiðarvísir er þó ekki jafn notendavænn og almennir jailbreak leiðarvísar fyrir Apple TV, og þegar jailbreak kemur fyrir Apple TV útgáfu 5.0 þá ætti það að vera mjög einfalt í uppsetningu.

Áður en lengra er haldið þá viljum við enn og aftur ítreka að þetta er einungis fyrir þá sem eru þegar með 4.4.4 og geta alls ekki beðið eftir að jailbreak komi fyrir Apple TV útgáfu 5.0. Nauðsynleg tól fyrir þessa aðgerð eru:

AppleTV2,1_4.4.4_9A406a_Restore.ipsw

iFaith-v1.5.5_windows.zip (12. mars 2013: Tengill uppfærður)

Seas0nPass_444.zip

Total Commander

iReb

Skref 1: Tengdu Apple TV við tölvuna, opnaðu iFaith og smelltu á „Dump SHSH blobs“. Forritið biður þig um að setja tækið í DFU Mode. Taktu tækið síðan úr sambandi að því búnu.

Skref 2: Þegar þú hefur tekið Apple TV úr sambandi, þá skaltu smella á „Build signed IPSW with blobs“. Þessa IPSW skrá muntu EKKI nota til að restore-a Apple TV-ið þitt í iTunes. Láttu þessa skrá bara liggja á Desktop ásamt  skránni í skrefi 1.

Skref 3: Notaðu Seas0nPass (útgáfu 0.3.52.4905, nýjasta útgáfa mun ekki virka) til að búa til sérstaka IPSW skrá. Hægri smelltu á Create IPSW og veldu útgáfuna þína. Apple TV á enn að vera ótengt við tölvuna. Þessi skrá verður svo staðsett í My Documents > Seas0nPass.

Skref 4: Náðu í og settu upp TotalCommander. Búðu til nýja möppu á Desktop.

Skref 5: Dragðu IPSW skrána sem Seas0nPass bjó til (og ætti að vera staðsett í My Documents > Seas0nPass) yfir í TotalCommander. Þegar þú gerir það þá ættu allar skrárnar í IPSW skránni að birtast í vinstri dálkinum.

Skref 6: Hægri dálkurinn í TotalCommander er laus, og þar skaltu fara í tómu möppuna í Desktop sem þú bjóst til. Veldu þessar 2 DMG skrár sem eru í vinstri dálknum, og leyfðu þeim að afþjappast (e. extract) í möppuna. Þetta gæti tekið smá tíma. Þegar þessi aðgerð er búin þá skaltu loka TotalCommander.

Skref 7: Nú skaltu draga iFaith IPSW skrána af Desktop yfir í TotalCommander. Þegar þú gerir það þá ættu allar skrárnar í IPSW skránni að birtast í vinstri dálkinum, og skrárnar sem þú afþjappaðir í skrefi 6 að sjást í hægri dálkinum. Veldu þessar tvær skrár hægra megin, og dragðu þær yfir í vinstri dálkinn. Forritið biður þig um að skrifa yfir skrárnar (e. overwrite) sem eru þegar til staðar. Gerðu það.

Skref 8: Nú ættirðu að hafa iFaith IPSW skrá á Desktop með þessum SHSH blobs þannig að þú getir sett upp jailbreakaða IPSW skrá inn á Apple TV spilarann þinn.

Skref 9: Tengdu Apple TV við tölvuna. Notaðu iReb til að komast í DFU Mode. Þegar spilarinn er kominn í DFU Mode þá skaltu opna iTunes. Smelltu þar á Shift+Restore, finndu IPSW skrána á Desktop (sem ætti að heita eitthvað í líkingu við 00000xxxxx_IFAITH_Apple_TV_2-4.4.49A406a_signed.ipsw). Ef allt gekk að óskum þá mun iTunes restore-a skrána vandræðalaust, og þú endar með jailbreakað Apple TV.

 

Í myndbandinu að neðan er reynt að sýna þetta skref fyrir skref, þannig að hægt er að styðjast við það að einhverju leyti ef notendur eru í vafa um hvernig eitthvað er gert. Við viljum einnig benda á eftirfarandi þráð á spjallborði FireCore (sem býr til Seas0nPass) þar sem spurningum er svarað til þeirra sem lenda í vandræðum.

Author

3 Comments

Write A Comment