„Hæg norðlæg átt, skýjað með köflum. Hægviðri og birtir til í nótt en vaxandi suðaustanátt 8-13 m/s í fyrramálið.“

Sumir vilja ekki ítarlegar veðurfréttir eins og reifaðar voru að ofan, heldur einungis upplýsingar um hitastig og úrkomu, m.ö.o. hvort og hversu þykk yfirhöfn þörf er á ef farið er í einhvern leiðangur.

Ef þú þolir óheflað málfar, þá er vefsíðan The Fucking Weather með svör við óskum þínum, en hún segir þér með einföldum  (og óhefluðum hætti) hvernig veðrið er núna í valinni borg ásamt spá fyrir næsta sólarhring.

 

Ritstjórn
Author

Write A Comment