fbpx

Cydia logo - 150x150Ef þú átt aflæstan iPhone síma (sjá grein um muninn á opnum, aflæstum og læstum símum) og uppfærðir í iOS 5 til að geta nýtt þér iMessage, Notification Center og fleiri nýjungar, þá er heldur leiðinlegt að horfa upp á farsímanetið kikna í hnjánum þegar þú ætlar að nota staðsetningarþjónustu í forritum á borð við Facebook, FourSquare, Google Maps o.fl.

Lausnin við þessu er í þessum litla leiðarvísi að neðan:

Skref 1: Byrjaðu á að setja upp forritið SAM. Til að gera það þarftu að opna Cydia, fara þar í Manage flipann. Í Manage flipanum skaltu smella á Sources, og svo Edit uppi í hægra horninu. Eftir að þú ýtir á Edit þá birtist Add hnappur vinstra megin á skjánum. Smelltu á hann og bættu eftirfarandi slóð við: http://repo.bingner.com og smelltu á Add Source.

Skref 2: Eftir að það er búið þá skaltu fara aftur í Sources, og velja „Bingner“. Þar sérðu forritið SAM. Smelltu á það, og svo á Install uppi í hægra horninu. Eftir að forritið er komið upp þá biður það þig um að endurræsa Springboard. Þegar þú gerir það þá gæti verið að síminn frjósi við þá aðgerð. Slökktu þá bara á honum með því að halda Power+Home takkanum inni í nokkrar sekúndur þangað til hann slekkur á sér.

Skref 3: Farðu í Settings (kveiktu á símanum fyrst ef þú slökktir á honum), skrunaðu niður og finndu SAM. Þar skaltu fara í Utilites og De-Activate iPhone (clear push.)

Skref 4: Náðu í nýjustu útgáfu af Redsn0w og framkvæmdu Jailbreak. Þegar þú kemur að skjánum þar sem forritið spyr þig hvort þú viljir setja inn Cydia þá skaltu ekki haka við neinn möguleika, heldur bara ýta á Next. Redsn0w mun laga villuna þegar það „hacktivate-ar“ símann þinn.

Skref 5: Þegar Redsn0w hefur lokið sér af, þá skaltu fara í SAM > Utilites og De-Activate (já… aftur!)

Skref 6
a. Ef þú átt SIM kort frá fyrirtækinu sem síminn var læstur á (t.d. AT&T í Bandaríkjunum) þá skaltu setja það í símann og virkja hann á ný með iTunes.

b. Ef þú átt ekki slíkt SIM kort, þá skaltu velja virkja símann í SAM. Við mælum samt með því að nota leiðina í a-lið hér að ofan, því hún virkar almennt betur.

Avatar photo
Author

Write A Comment