Þegar Google+ kom á sjónarsviðið fyrir liðlega átta mánuðum, þá kynntu þeir til sögunnar nýtt kerfi til að stjórna vinalistum með svokölluðum hringjum (e. Google Circles). Með hringjunum þá er auðveldara fyrir notendur að skrifa stöðuinnlegg sem einungis er beint að ákveðnum hópi fólks.

Það kvisaðist fljótt út að Google+ væri með þessa svokölluðu Google Circles, sem olli því að margir Facebook notendur kröfðust þess að fá þægilegri stjórnun á Facebook vinalistum sínum. Facebook svaraði með svokölluðum Smart Lists, en mörgum þótti það ekki nóg.

Hér kemur Circle Hack til sögunnar, en það er vefsíða sem gerir þér kleift að búa til Facebook vinalista með svipuðum hætti og á Google+. Ef þú vilt búa til 3-4 vinalista á Facebook þá þarftu að fara í gegnum alla vinina þína jafn mörgum sinnum til að vera viss um að þú hafir ekki misst af neinum. Með Circle Hack þá þarftu einungis að fara einu sinni í gegnum vinalistann þinn, dregur Facebook vini þína í lista að eigin vali, og tekur enga stund.

Helstu takmarkanir Circle Hack eru að þú getur ekki eytt vinalista á síðunni, né fjarlægt einhvern úr vinalista. Ef þú hyggst gera það, þá verðuru að opna Facebook og breyta viðkomandi vinalista þar.

 

Ritstjórn
Author

Write A Comment