fbpx

Apple TV 3

Þeir sem keyptu Apple TV spilarann sinn í lok mars eða síðar hafa margir lent í því að jailbreak hafi ekki heppnast þegar reynt er að fylgja leiðarvísi síðunnar. Ástæðan er einfaldlega sú þá er um Apple TV 3 (eða 3. kynslóð af Apple TV) að ræða, sem ekki er ennþá hægt að jailbreaka.

Þrátt fyrir að líta nákvæmlega eins út og forveri sinn, þá er talsvert erfiðara að jailbreaka Apple TV 3, en fyrirtækið FireCore, sem gerir Seas0nPass sagði nýlega að þrátt fyrir þrotlausa vinnu þá væri jailbreak-ið að reynast örðugra á Apple TV 3 þar sem að það er með öðruvísi örgjörva en Apple TV 2.

 

Hvernig veit ég hvort ég er með Apple TV 2 eða 3?

Ef þú átt kassann af Apple TV tækinu þínu þá stendur einfaldlega „HDMI“ utan á Apple TV 2, sem hægt er að jailbreaka, en einni „1080p“ á Apple TV 3.

 

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. Undir tækinu á  ATV2 stendur mjög smáum stöfum:Model  A1378   En á AT3 stendur: Model  A1427

    Einnig sérðu það ef þú tengir tækið við sjónvarp, þá er upplausnin 1080p á AT3 en 720p á AT2. 
    Og undir settings-General-about-model þá stendur MD199LL/A fyrir ATV3 en MC572LL/A fyrir ATV2

Write A Comment