fbpx

Apple hefur fest kaup á hollensku streymiþjónustunni Primephonic, og stefnir á að nýta kaupin til að bæta Apple Music fyrir unnendur klassískrar tónlistar, en Primephonic var eingöngu með tónlist á þeim vettvangi.

Í fréttatilkynningu frá Apple segir:

Apple today announced it has acquired Primephonic, the renowned classical music streaming service that offers an outstanding listening experience with search and browse functionality optimized for classical, premium-quality audio, handpicked expert recommendations, and extensive contextual details on repertoire and recordings.

With the addition of Primephonic, Apple Music subscribers will get a significantly improved classical music experience beginning with Primephonic playlists and exclusive audio content. In the coming months, Apple Music Classical fans will get a dedicated experience with the best features of Primephonic, including better browsing and search capabilities by composer and by repertoire, detailed displays of classical music metadata, plus new features and benefits.

Primephonic lokaði á nýskráningar notenda eftir fréttatilkynninguna og þjónustan eins og hún er í dag verður lögð niður 7. september næstkomandi.

Þeir sem eru þegar með Primephonic munu fá 6 mánuði af Apple Music ókeypis. Þá hefur einnig komið fram að Apple mun fylgja þessu eftir með útgáfu smáforrits sem mun eingöngu vera með klassíska tónlist.

Avatar photo
Author