fbpx

Læstur iPhoneEigendur iPhone síma heyra oft hugtökin „læstur, opinn/ólæstur, aflæstur (einkum þegar þeir eru á höttunum eftir notuðum síma) en eru gjarnan í vafa um hvort síminn sé:

  • Opinn fyrir öll símkerfi frá framleiðanda,
  • Aflæstur með hjálp hugbúnaðs (einkum iPhone 3G og 3GS) eða
  • Aflæstur með sérstökum SIM kortabökkum (4 og 4S)

Ef þú ert ekki viss um í hvaða flokk iPhone síminn þinn fellur hér fyrir ofan þá er til vefsíða sem leyfir þér að kanna hvort síminn sé „opinn frá framleiðanda“ (e. factory unlocked) eða ekki.

Ferlið til að kanna þetta tekur minna en 2 mínútur, þannig að þótt þú vitir að síminn þinn sé læstur eða opinn þá getur verið gaman að prófa þetta.

Eina sem þú þarft að gera er að fara á vefsíðuna iPhoneimei.info og slá þar inn IMEI númer símans. Síðan gefur þér síðan upplýsingar um hvort síminn sé læstur eða ekki.

Til að finna IMEI númer símans þá ferðu í Settings > General > About. Skrunaðu þar niður þar til þú sérð 15 stafa númer við liðinn IMEI.

Uppfært 21. des 2012: IMEI.info var að gefa fólki rangar upplýsingar þannig að við fundum nýja síðu í staðinn sem er traustari, sjá tengil fyrir neðan.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment