fbpx

Bluetooth valmynd er væntanleg með uppfærslu af Apple TV stýrikerfinu

Nýjasta betaútgáfan af Apple TV stýrikerfinu kemur með nýrri Bluetooth valmynd, sem gerir þér kleift að para þráðlaus lyklaborð við 2. og 3. kynslóð af Apple TV.

Þeir dagar heyra því brátt sögunni til þar sem þú þarft að slá inn lykilorðið þitt fyrir framan alla gestina þína ef þú ætlar að sýna þeim nýja flotta Apple TV-ið þitt en þarft að skrá þig inn á iTunes reikninginn þinn af einhverjum ástæðum.

Ef þú vilt ekki splæsa í Bluetooth lyklaborð til að vafra á milli þjónusta í Apple TV þá geturðu líka sótt Remote forritið (App Store tengill) frá Apple og tengt það við spilarann þinn.

Heimild: 9to5Mac
Avatar photo
Author

Write A Comment