fbpx

GIF síður eru að skjóta upp kollinum víða á internetinu, og því er við hæfi að vefsíða vikunnar tengist GIF bransanum að einhverju leyti, sem í þetta skiptið er vefforritið YT2GIF (rétt marði The Useless Web í harðri baráttu)

YT2GIF er einfalt vefforrit sem gerir einn hlut og einungis einn hlut: Búa til GIF búta úr YouTube myndböndum (sbr. nafnið YT-2-GIF eða YouTube 2 GIF). Til að nota vefsíðuna þarftu einungis að líma inn veffangið á YouTube myndbandinu sem þú vilt búa til GIF hreyfimynd úr, velja lengd og stærð. Síðan smellirðu á Create, færð þér einn sopa af gosinu þínu og á meðan býr síðan til GIF mynd og hleður henni upp á myndasíðuna Imgur.

Einu takmörkin sem síðan setur er að YouTube myndbandið sem þú notar þarf að vera styttra en 10 mínútur, þannig að þú ef þig langar að búa til GIF-mynd úr kvikmyndinni Air Force One (1997) (spennumynd með Harrison Ford áður en hann einsetti sér að leika einungis í lélegum myndum) þá er heppnin ekki með þér.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment