fbpx

Vefsíða vikunar - Audiko.net

Langar þig í nýjan hringitón en átt ekki neina tónlist á tölvunni? Vefsíða vikunnar, Audiko (sjá fyrri umfjöllun okkar) slær á slíkar áhyggjur.

Á vefsíðunni geturðu búið til hringitón, hvort sem er fyrir iPhone, Android eða aðra síma, út frá öllum myndböndum sem eru inni á myndbandasíðunni YouTube, sem allir þekkja eflaust til.

Helstu kostir Audiko eru eftirfarandi:

  • Notendavæn leið til að klippa lag til og búa til hringitón.
  • 30 sekúndna hámark á hringitóna (iPhone leyfir ekki lengri hringitóna). Þú lendir því ekki í því að gera óvart gífurlega langan hringitón sem iTunes leyfir þér ekki að nota.
  • Notendur geta hlaðið upp eigin lögum frá tölvu eða notað tónlist/hljóð úr YouTube myndböndum.
  • Leitaðu og sæktu hringitóna sem aðrir Audiko notendur hafa búið til.
  • Hægt er að deila hringitónum þínum með öðrum notendum.

Ef þú ert í vafa um hvernig þetta er gert, þá geturðu skoðað þennan myndræna leiðarvísi sem sýnir hvernig þetta er gert. Við mælum með því að áhugasamir horfi á stærri útgáfu en þessa sem er hér fyrir. Smellið á Full Screen svo það sjáist betur hvernig þetta er gert.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment