fbpx

Facebook Poke - iPhone

Facebook heldur áfram að dæla forritum fyrir iOS í App Store, en nú hefur fyrirtækið sent frá sér sérstakt Facebook Poke forrit, svo notendur eigi auðveldara með að pota í aðrar manneskjur eða senda þeim skilaboð, myndir og myndbönd.

Fyrir útgáfu Facebook Poke þá er fyrirtækið með með sjálft Facebook forritið, FB Camera, FB Pages og FB Messenger í App Store.

Facebook segir að með forritinu sé auðveldara fyrir fólk að hafa samband við vini sína með ýmsum hætti. Hver skilaboð sem eru send með forritinu renna út eftir tíma sem notandi setur (1, 3, 5 eða 10 sekúndur) og eftir þann tíma þá hverfa skilaboðin úr forritinu.

Facebook Poker er fáanlegt í App Store og er ókeypis. Nauðsynlegt er að vera með iOS 5.1 eða nýrra stýrikerfi á símanum til að nota forritið.

(UPPFÆRT 5. des 2014): Forritið var fjarlægt úr App Store fyrr á árinu og því hefur tengillinn í App Store verið fjarlægður.

Author

Write A Comment