fbpx

Installous

Jailbreak: Margir sem hafa framkvæmt jailbreak á iOS tækjum sínum hafa sett upp forritið Installous frá Hackulous, sem gerir notendum kleift að sækja App Store forrit án þess að greiða fyrir þau. Hackulous hefur nú gefið það út að þeir séu hættir með Installous.

Þessar fregnir hafa vkið mikla kátínu hjá iOS forriturum út um allan heim, sem hafa geta rakið tekjutap til notkunar á  Installous.

Á vefsíðu Hackulos má nú sjá eftirfarandi skilaboð:

Hackulous - Installous lokar

Þrátt fyrir að Hackulous kveði litla virkni á spjallborðinu vera ástæðuna fyrir því að þeir lögðu upp laupana, þá telja spekingar í jailbreak fræðum ástæðuna vera þá að untethered jailbreak er ekki komið fyrir iOS 6.

Hackulous teymið hefur alltaf haldið því fram að forritið hafi ekki verið gert til þess að koma í staðinn fyrir App Store, heldur einungis að notendur gætu prófað forrit áður en þeir tækju ákvörðun um kaup úr App Store. Einnig væri hægt að nálgast eldri útgáfur af forritum, þegar nýjar útgáfur tóku í burtu möguleika, og loks forrit sem Apple hafði fjarlægt úr App Store (eins og t.d. VLC margmiðlunarforritið, sem átti mjög stutt stopp í App Store).

Óvíst er hvort áætluð markmið Hackulos hafi bara verið til málamynda, en ljóst er að fjölmargir einstaklingar notuðu Installous ekki bara til að prófa forrit, heldur sóttu öll ókeypis forrit í App Store, en önnur forrit í gegnum Installous.

 

Heimild: iDownloadBlog
Avatar photo
Author

Write A Comment