Streymiþjónustan Spotify hefur notið gífurlegra vinsælda hérlendis síðan fyrirtækið byrjaði að bjóða þjónustu sína opinberlega á Íslandi fyrir rúmu ári.

Það sem mörgum þykir þó nokkuð hvimleitt er að það er ekki hægt að stilla Spotify þannig að forritið sé sjálfvalinn tónlistarspilari í iOS tækjum. Ef þú hefur framkvæmt jailbreak á iOS tækinu þínu, þá er DefaultSpot hentug viðbót sem bjargar því.

Viðbótin stillir Spotify sem sjálfvalinn tónlistarspilara í iOS tækinu, þannig að það verður m.a. þægilegra að spila tónlist beint úr Control Center.

DefaultSpot er fáanleg í Cydia Store, er ókeypis og virkar á iOS 7.

Write A Comment