Kínverskur forritarahópur, Pangu, hefur gefið út nýtt forrit sem gerir notendum kleift að framkvæma jailbreak á iOS tækjum sem eru með iOS 7.1.1 uppsett á tækjum sínum.

Jailbreak-ið virkar á öllum iPad, iPhone og iPod touch tækjum sem keyra iOS 7.1 / 7.1.1. Pangu forritið virkar bara á Windows tölvum, en samkvæmt heimildum okkar þá eru Mac og Linux útgáfur væntanlegar innan tíðar.

Hér fyrir neðan er leiðarvísir sem fer yfir öll skrefin í ferlinu, en neðst í færslunni geturðu einnig séð videó-leiðbeiningar í boði 9To5Mac. Til að framkvæma jailbreak á iOS tækinu þínu þá skaltu gera eftirfarandi:

Skref 1

Byrjaðu á að taka afrit af tækinu þínu í iTunes. Það gerirðu með því að tengja tækið þitt við tölvu, opna iTunes og hægri-smella þar á tækið þitt undir Devices, og velja Back Up. Einnig er hægt að taka afrit af tækinu yfir iCloud frá Apple en það tekur lengri tíma.

Skref 2

Sæktu Pangu fyrir Windows.

Skref 3

Gakktu úr skugga um að iOS tækið sé tengt við tölvuna, og opnaðu svo Pangu. Eftir að forritið hefur verið ræst þá skaltu byrja á því að taka hakið af vinstra megin á skjánum (sjá mynd). Ekki aftengja iOS tækið fyrr en ferlinu er lokið.

Skref 4

Smelltu á svarta „????“ hnappinn til að hefja jailbreak ferlið, en þá biður forritið þig um að breyta dagsetningunni á iOS tækinu þínu.

Skref 5

Farðu í Settings > General > Date and Time í iOS tækinu þínu, slökktu á Set Automatically og stilltu á 2. júní 2014, klukkan 20:30. Eftir að þú breytir dagsetningunni þá mun Pangu forritið halda áfram.

Skref 6

Nú muntu sjá nýtt Pangu forrit á heimaskjánum þínum. Opnaðu Pangu forritið, og smelltu á Continue þegar lítill sprettigluggi spyr hvort þú viljir opna forritið.

Skref 7

Nú skaltu bara taka því rólega, laga einn kaffibolla, gera morgunæfingarnar eða fara í stutta sturtu. Ef þú hefur ekki áhuga á því þá geturðu einnig fylgst með framvindu forritsins. Þegar stikan er komin í u.þ.b. 80% þá mun iOS tækið líklegast endurræsa sig.

Skref 8

Eftir að framvindustikan hreyfist ekkert lengur og iOS tækið hefur verið endurræst, þá er ferlinu lokið.

Skref 9

Nú skaltu bara ræsa Cydia og byrja að fikta 🙂

 

 

Myndbandsleiðarvísir

 

Write A Comment