fbpx

Mörgum þykir ótrúlegt að blindir geti notað snertiskjásíma eins og iPhone.

Tommy Edison gerir það og gott betur, því ekki bara á hann iPhone síma sem hann notar mikið í daglegu lífi sínu, heldur tekur hann talsvert af myndum með Instagram sem hann deilir með heiminum. Spurningin sem brennur þá eflaust á vörum allra er: hvernig?

Í myndbandinu fyrir neðan sýnir áðurnefndur Edison okkur hvernig hann notar Instagram á símanum, en það gerir hann þökk sé innbyggðum talgervli sem sjónskertir og blindir iPhone eigendur geta nýtt sér. Siri hjálpar honum svo við innslátt texta.

Dæmi eins og þessi sýna að iPhone síminn er ekki bara fyrir þá sem þurfa að reiða sig á sjónina til að nota síma með snertiskjá.

Ef þig langar að prófa að nota símann eins og hann Tommy Edison þá skaltu fara í Settings > Accessibility > VoiceOver og haka við ON. Athugið að með því að kveikja á VoiceOver þá breytist hegðun símans. Í VoiceOver ham þá velurðu forrit (eða hnapp) með því að smella einu sinni á hann, og framkvæmir aðgerð/opnar forrit með því að tvísmella.

Ef þú vilt sjá hvaða myndir hann tekur þá skaltu fylgja blindfilmcritic á Instagram.

Avatar photo
Author

Write A Comment