Ef þú notar XBMC í tölvu, iPad (sem búið er að framkvæma jailbreak á) eða á Apple TV, þá eru til nokkrar leiðir til að hafa meiri stjórn á forritinu heldur en með því að nota hefðbundið lyklaborð eða Apple TV fjarstýringuna.
Fyrir stuttu sýndum við hvernig hægt er að stjórna XBMC úr hefðbundnum netvafra, en einnig er hægt að nota ýmis forrit til verksins.
Forrit eins og þessi hafa vakið mikla lukku hjá annasömum foreldrum sem vilja ekki þurfa að hlaupa á milli herbergja eða hæða til að leyfa litlum gullmola að horfa á næsta þátt af Latabæ eða Tomma togvagni.
Til þess að nota forritin þá þarf gefa þeim sérstaka heimild til að stjórna XBMC. Hvað slíka heimild varðar bendum við á ofangreindan leiðarvísi um stjórnun XBMC úr netvafra. Í App Store eru tvö forrit vinsælli en önnur til að stjórna XBMC úr iPhone, en það eru:
1. Opinbera XBMC forritið
Opinbert XBMC forrit sem gerir manni kleift að stjórna hljóðstyrk, skoða upplýsingar um þætti, kvikmyndir og margt fleira.
XBMC forritið fæst í App Store og er ókeypis.
2. XBMC Commander
Þetta forrit er eldra en sjálft XBMC forritið að ofan. XBMC Commander býður upp á viðmót sem líkist frekar því að maður sé að skoða myndirnar uppi í hillu (hvort sem það er kostur eða galli), auðvelt er að fara í gegnum kvikmyndasafnið fyrir videókvöldið.
XBMC Commander kemur í tveimur útgáfum í App Store. XBMC Commander Free er ókeypis (með auglýsingum), en annars kostar forritið $2.99.