fbpx

ZTE Open

Fyrirtækið Mozilla kynnti stýrikerfið Firefox OS á Mobile World ráðstefnunni um helgina, en Mozilla ætti að vera flestum lesendum að góðu kunnugt vegna Firefox netvafrans.

Firefox símar munu fyrst vera seldir á ódýrari markaðssvæðum þar sem iPhone og Samsung Galaxy S3 hafa ekki náð fótfestu, en Mozilla er í samstarfi við LG, Huawei, ZTE og Alcatel um framleiðslu símtækja með Firefox stýrikerfinu.

Auk samstarfsins við áðurnefnda símtækjaframleiðendur, þá mun Mozilla vinna náið með símafyrirtækjum víða um heim til að hámarka útbreiðslu stýrikerfisins, og hefur gert samninga við 17 fjarskiptafyrirtæki víða um heim til að ná því markmiði. Ber þar helst að nefna Deutsche Telekom, Telefónica og Telenor sem munu bjóða upp á sölu símtækja með Firefox stýrikerfinu næsta sumar.

Firefox Marketplace

Öll forrit fyrir Firefox OS munu byggja á HTML5 forritunarmálinu, sem Jay Sullivan hjá Mozilla segir að hafi ýmsa kosti umfram Apple og Android. Fyrir vikið mun Firefox OS mun koma ekki koma með forritabúð eins og App Store eða Google Play þar sem notendur hala niður forritum og geyma á tækjum sínum.

Í staðinn munu notendur fá aðgang að Firefox Marketplace, sem býður upp á vefforrit sem notendur geta keyrt án sérstakrar uppsetningar. Vinsæl forrit eins og AccuWeather, Cut The Rope, leiki frá EA Games, Facbeook og Twitter eru nú fáanleg á Firefox Marketplace, og fleiri forrit væntanleg.

Í myndbandinu fyrir neðan má sjá JP Sullivan hjá Mozilla sýna ZTE símann í notkun, sem keyrir Firefox OS stýrikerfið.

Avatar photo
Author

Write A Comment