F.luxMargur er knár þótt hann sé smár. Það eru orð að sönnu þegar litla forritið F.lux er annars vegar, sem ætti að henta hverjum þeim sem eyðir miklum tíma fyrir framan tölvuskjá. En hvað gerir F.lux nákvæmlega? Áður en því er svarað þá skulum við setjast aðeins á skólabekk.

Melatónín er efni sem heilinn okkar framleiði. Í daglegu tali er það stundum kallað hormón myrkursins, en það hjálpar manni m.a. að sofna. Við góð birtuskilyrði þá er framleiðsla melatóníns lítil, en eykst ef birtan minnkar.

Sérfræðingar mæla því gegn notkun tækja sem gefa frá sér mikla birtu skömmu fyrir svefn, en með vaxandi tölvu- og snjalltækjanotkun þá getur það verið hægara sagt en gert. Ástæðan er sú að lýsingin frá skjám þessara tækja líkir eftir dagsbirtu sem kemur af stað ákveðinni keðjuverkun: Heilinn heldur að það sé ekki komið kvöld, ekkert melatónín er framleitt og maður er lengur að sofna en ella.

F.lux - skjáskot

Forritið F.lux bætir úr þessu vandamáli, en forritið breytir birtunni á tölvuskjánum þínum miðað við stað og tíma, þannig að birtustig skjásins er mikið ef sólin er á lofti, en minni eftir að rökkva tekur dag. Eftir að þú nærð í F.lux, þá þarftu bara að leyfa forritinu að ákvarða staðsetningu þína og síðan geturðu bara notið þess að vera í tölvunni stuttu fyrir háttinn.

Manni kann að finnast sérkennilegt að nota tölvuna með F.lux fyrst um sinn, en en það venst eftir nokkra daga. Forritið hentar vitanlega ekki þeim sem eru að vinna mikið með ljósmyndir eða aðra litavinnslu.

F.lux er ókeypis, og fæst á Windows, Mac, Linux og iOS tækjum sem búið er að framkvæma jailbreak á (í gegnum Cydia).

Ritstjórn
Author

Write A Comment