fbpx

Facebook - Hashtags

Bandaríski samfélagsmiðilinn Facebook vinnur nú hörðum höndum að því að innleiða krossmerki eða hashtags eins og þau eru jafnan kölluð, svo einstaklingar geti fylgst með umræðum um málefni líðandi stundar.

Slík merki hafa valdið því að Twitter hefur haft vissa sérstöðu á samfélagsmiðlum fyrir fólk fólk sem vill fylgjast með atburðum í rauntíma. Amerísk fyrirtæki hafa nýtt sér mikið (og einnig íslensk, sbr. #12stig herferð Vodafone þegar Eurovision keppnin fór fram í fyrra).

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook tekur vinsæla annarra miðla og færir inn í kerfið sitt. Facebook fréttaveitan eins og við þekkjum hana í dag var t.d. undir sterkum áhrifum frá Twitter fréttaveitunni (Þeir sem hafa verið lengi á Facebook muna kannski hvernig þetta var fyrir tíð sameinaðrar fréttaveitu, en þá skoðaði maður stöðuuppfærslur sér, tengla sér, myndir sér o.s.frv.)

Helsti gallinn við þessa tilraun Facebook er flestir notendur samfélagsmiðilsins hafa stöðuuppfærslur ekki sýnilegar almenningi, en þessu er öfugt farið á Twitter þar sem flestir hafa allar færslurnar sínar opnar öllum.

Avatar photo
Author

Write A Comment