Eftir að maður hefur pantað flugfar til útlanda þá er mesti höfuðverkurinn eftir, hótelgistingin. Hótelið sem gist er á þarf helst að vera fjögurra stjörnu eða meira, nálægt helstu kennileitum og/eða verslunargötum, og kosta minna en 50 dali nóttin… já, maður má láta sig dreyma.
Hotwire reynir að hjálpa hverjum þeim sem er í þessum vanda, með því að bjóða upp á hótelgistingu á lægra verði en gengur og gerist.
Hotwire getur boðið gistinguna ódýrari af því maður veit ekki hvaða hótel maður er að fara að gista á fyrr en bókunin hefur verið staðfest. Einu upplýsingarnar sem maður hefur við bókun eru:
- Staðsetning, þ.e. í hvaða hverfi hótelið er.
- Stjörnugjöf.
- Álit TripAdvisor notenda á hótelinu og
- Hvaða þægindi (e. amenities) hótelið býður upp á, þ.e. sundlaug, líkamsrækt o.s.frv.
Þá er einnig hægt að leita samtímis á Hotels.com svo maður geti gert samanburð á síðunum tveiur og fengið besta verðið hverju sinni. Á myndinni fyrir neðan má sjá dæmi um leit sem við gerðum fyrir gistingu fjögurra nótta gistingu í New York, í hverfinu „Midtown East“. Hægt er að sjá myndina í fullri stærð með því að smella á hana.
Einnig er hægt að segja eina sögu af vel heppnaðri notkun á Hotwire
Vorið 2010 fór undirritaður til Boston (varla fyrsti Íslendingurinn til að gera það), og leit að heppilegri gistingu tók heldur langan tíma. Þá var mér bent á Hotwire. Ég pantaði hótel á „Back Bay area“ og endaði á að fá Sheraton fyrir 100 dali nóttina. Rafrænt blekið af tölvupóstinum var ekki þornað þegar ég kannaði hvað gistingin hefði kostað með pöntun í gegnum Hotels.com, Expedia, Dohop o.s.frv. Niðurstaðan var sú að nóttin hefði þá kostað 250 dali.
Þetta er ekki alltaf svona ótrúlegt, og því alltaf vert að kanna verð á gistingu í gegnum Hotwire samhliða hefðbundnum hótelleitarvélum.
1 Comment
Ég hef notað Hotwire mikið í gegnum tíðina. Alltaf fengið frábær hótel á mjög góðu verði. Mæli með þessum vef.