fbpx

Instant Heart Rate

Forritið Instant Heart Rate frá Azumio gerir manni kleift að mæla púlsinn hjá sjálfum sér eða öðrum á nokkuð frumlegan hátt, en til þess notar forritið myndavél símans.

Með forritinu þá notarðu myndavél snjallsímans (eða spjaldtölvunnar) til að mæla blóðflæði til fingra, og færð svo að vita hvort þú sért með of háan, lágan eða eðlilegan púls.

Við ráðleggjum öllum þeim sem vilja mæla púlsinn sinn að vera í vel lýstu herbergi (sumir telja að það sé nóg að nota flassið frá myndavél símans, en það reyndist ekki vel í framkvæmd hjá okkur), ræsa forritið og setja vísifingur laust (mikilvægt) yfir myndavélina, en þó þannig að fingurinn þeki alla linsuna.

Instant Heart Rate - Skjáskot

[pl_label type=“important“]Ath![/pl_label] Við mælum auðvitað ekki með því að einstaklingar treysti alfarið á forritið til að fylgjast með heilsu sinni, en hvetjum alla til að sækja forritið og prófa það.

Instant Heart Rate  er til fyrir iOS, Android, Windows Phone og Windows 8/RT. Verð forritsins er mismunandi eftir búðum. Í eftirfarandi myndbandi má sjá forritið í notkun og þar fyrir neðan tengla til að sækja forritið.

Avatar photo
Author

Write A Comment