Ef þú notar iMessage í iOS, þá má vera að þú sjáir annaðhvort að skilaboðum þínum hafi verið komið til skila eða jafnvel að móttakandinn hafi lesið þau.

Margir vilja senda slíkar kvittanir fyrir móttöku og lestri skilaboða, en sumum finnst þetta fela í sér ákveðið inngrip í friðhelgi einkalífs síns, og vilja vera losna við þetta.

Ef þú vilt að iPhone síminn þinn hætti að senda kvittanir um að þú hafir séð efni skilaboðanna (eða Read Receipts) þá skaltu einfaldlega opna Settings > Messages og hafa flipann Send Read Receipts á OFF.

Author

Write A Comment

Exit mobile version