fbpx

Google Maps iOSGoogle Maps fyrir iOS fékk þögla uppfærslu (e. silent update) um helgina, og kemur nú með raddleiðsögu (e. turn-by-turn) fyrir Ísland.

Við fyrstu sýn þá virðist leiðsagan virka nokkuð vel. Ljúf kvenmannsrödd hjálpar notandanum að komast leiða sinna þannig að ekki er þörf á því að hafa augun á skjánum og gefur manni góðan fyrirvara á því hvenær maður á að taka næstu beygju. Þó er einnig hægt að slökkva á raddleiðsögu ef maður æskir þess, sem getur verið þægilegt ef það er aðstoðarökumaður sem sér um leiðsögn í ferðalaginu.

Eins og áður hefur komið fram í fréttaflutningi okkar af forritinu þá sækir Google Maps kortaupplýsingar yfir gagnaflutningsnetið á símanum þínum, og fyrir vikið getur inneignin verið fljót að fara með mikilli notkun forritsins. Af þeim ástæðum þá mælum við jafnframt eindregið gegn því að einstaklingar noti Google Maps á ferðum sínum erlendis, þar sem hvert sótt MB er miklum mun dýrara en hérlendis.

Ef ert með Google Maps og biður forritið um að leiðbeina þér eitthvert þá birtist glugginn vinstra megin á myndinni fyrir neðan, og ættirðu að sjá glugga í líkingu við þann hægra megin á myndinni eftir að þú ferðalagið hefst:

Google Maps - Raddleiðsaga

Google Maps fæst í App Store og er ókeypis.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment