Google - Waze

Bandaríska tæknifyrirtækið Google hefur gengið frá kaupum á ísraelska kortafyrirtækinu Waze, sem gerir samnefnt forrit fyrir iOS og Android.

Hvorugur aðilinn vill gefa upp kaupverðið, en breska dagblaðið The Guardian kveður kaupverðið vera 1,3 milljarða dollara eða 125 milljarðar króna.

Kortaforrit Waze virkar þannig að notendur forritsins hjálpa til við að „leggja vegi“ og búa þannig til kort sem eru ávallt í takt við vegakerfi dagsins í dag, auk þess sem forritið getur mælt hversu þung bílaumferðin sé. Markmið GPS mælinga notenda er að þeir komist leiða sinna með greiðum hætti.

Kaupin eru þau fjórðu stærstu í sögu fyrirtækisins, en bandaríski tæknirisinn er sífellt að betrumbæta Google Maps eins og við greindum frá á dögunum, og kaupin á Waze virðist vera næsta skref í frekari úrbótum.

 

Ritstjórn
Author

Write A Comment