fbpx

iOS 7 Margir biðu með öndina í hálsinum eftir því að Apple myndi kynna iOS 7 stýrikerfið á WWDC ráðstefnunni í gær. Sir Jonathan Ive, yfirhönnuður fyrirtækisins, stjórnar nú bæði því hvernig vélbúnaður og hugbúnaður fyrirtækisins kemur til með að líta út, og niðurstaðan var gjörbreytt útlit á iOS 7. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman helstu nýjungarnar fyrir iOS 7 í eina færslu.

  • Gjörbreytt notendaviðmót.
  • Nýr Lock screen
  • Veðurforrit með gagnvirkum upplýsingum (e. interactive displays)
  • Dagatalið nú með einfölduðu viðmóti.
  • Stuðningur fyrir margar síður í möppum (ekki bara 9-12 forrit eins og áður).
  • FaceTime símtöl (þ.e. hljóð-, ekki myndsímtöl).
  • Samstilling á tilkynningum (þ.e. notification sync)
  • Hægt er að loka fyrir símtöl og skilaboð frá tengiliðum.
  • Ekki er hægt að virkja tæki ef síma er stolið.

 

Control Center

control-center

  • Notendur renna (e. swipe) fingrinum neðan af tækinu og upp með skjánum til að kalla fram Control Center, sem gerir notendum kleift að kveikja/slökkva á Wi-Fi, breyta birtustiginu, setja iPhone símann í Airplane Mode og margt fleira. Þessu svipar nokkuð til NCSettings sem við höfum fjallað um hérna.
  • Einnig er hægt að stjórna tónlist og fá greiðan aðgang að myndavél, reiknivél og öðrum forritum.

 

Multitasking

iOS 7 - Multitasking

  • Notendur geta nú skipt á milli forrita með allt öðrum hætti, án þess að rafhlaðan líði mikið fyrir það.
  • Gjörbreytt viðmót sem sýnir hvað er í gangi í hverju forriti áður en það er opnað alveg.

 

Safari

Safari - iOS 7

  • Vafrinn nýtir nú allan skjáinn strax þegar hann er ræstur, og notendur geta dregið niður leitarstiku að ofan.
  • Betri leitarreitur kominn í forritið.
  • Stuðningur við iCloud Keychain.
  • Hægt er að skipta á milli flipa með skemmtilegri og flottari hætti en áður.
  • Ekki neinar takmarkanir á því hversu margir flipar geta verið opnir.

 

Airdrop

Airdrop - iOS 7

  • Deildu myndum eða öðrum skrám með vinum með því að smella á nafnið þeirra.
  • Almennt geta tengiliðir þínir séð þig. Einnig er hægt að stilla Airdrop þannig að allir með iOS 7 geti séð þig, eða enginn.
  • Airdrop er einungis nýtilegt á iPhone 5, iPad 4, iPad Mini og 5. kynslóð af iPod touch.

 

Siri

Siri - iOS 7

  • Siri var orðin ansi hás eftir allt þetta mas frá því iOS 5 kom út, og því hefur röddinni verið skipt út. Hægt er að velja hvort maður vilji hafa karlmanns- eða kvenmannsrödd.
  • Notendaviðmótið hefur verið uppfært, og nú má sjá litla hljóðbylgju á botni skjásins þegar maður ræðir við Siri.
  • Siri hefur loks fengið aðgang að stillingum tækisins, þannig að þú getur nú sagt Siri að kveikja á Bluetooth, lækka birtustig og margt fleira.
  • Stuðningur við Twitter, Wikipedia og leitarniðurstöður frá Bing.

 

App Store

App Store - iOS 7

  • App Store uppfærir forritin sjálfvirkt án þess að þú takir eftir því (þ.e. nema þú fylgist sérstaklega með því)
  • Nú er hægt að leita að forritum sem miðast við staðsetningu þína (Apps New Me), þ.a. ef þú ert rétt hjá Smithsonian safninu þá er líklegt að þú sjáir fullt af bandarískum safnforritum.
  • Hægt er að finna forrit sem eru sérstaklega miðuð við vissa aldurshópa, t.d. börn á aldrinum 6-8 ára o.s.frv.

iTunes Radio

iTunes Radio

  • Apple svipti hulunni af streymiveitunni iTunes Radio á viðburðinum í gær. Verður innbyggt í Music forritið.
  • Featured Stations streyma tónlist sem byggja á ákveðnu þema hverju sinni.
  • Hægt er að deila stöðvum með vinum, eða búa til nýja stöð sem byggir á eftirlætis tónlistarmönnum þínum.
  • Hægt er að skoða og kaupa tónlist beint úr forritinu.
  • Styður Mac, PC, iPad, iPhone, iPod touch og Apple TV.
  • Ókeypis með auglýsingum, eða án auglýsinga ef menn eru með iTunes Match (sjá hér hvernig þú getur fengið þér iTunes Match á Íslandi).
  • Eingöngu í boði fyrir bandaríska notendur fyrst um sinn.

 

Myndavél

Camera - iOS 7

  • Endurhannað notendaviðmót.
  • Hægt er að setja ýmsa filtera á myndir.
  • Myndavélin verður aðgengileg úr Control Center.

Avatar photo
Author

2 Comments

    • Nei, ekki nema þú þekkir einhvern með developers leyfi sem veitir þér aðgang.

      Það er líka vert að minnast á að þetta er einungis beta útgáfa af iOS 7 og hún er alls ekki gallalaus.

Write A Comment