fbpx
Tag

Skype

Browsing

iPhone forrit í ferðalagiðÁður fyrr var eitt helsta verkefni ungmenna fyrir sumarferðalagið að taka upp eftirlætislögin á 90 mínútna kassettu og setja á Sony Walkman vasadiskóið. Þetta, eins og margt annað, hefur breyst í áranna rás og nú einbeita aðilar sér frekar að því að finna rétt forrit fyrir iPadinn eða iPhone símann svo ferðalagið verði eilítið auðveldara.

Skype

Nýr möguleiki, Video messages (eða videóskilaboð) mun brátt birtast á Skype fyrir Mac, iOS og Android notendur. Microsoft hefur verið að vinna að þessum eiginleika í nokkra mánuði, og samkvæmt okkar heimildum þá mun þessi eiginleiki standa notendum til boða í næstu viku.

Einu sinni var tíðin sú að þegar besti vinur, systkini eða börn fluttu til útlanda að maður heyrði í viðkomandi aðilum 1-2 á haustin og jafn oft á vorin. Með tilkomu ýmissa forrita, fyrir bæði snjallsíma og/eða tölvur þá er nú hægt að auka sambandið án þess að borga krónu fyrir (nema þegar forritin eru notuð yfir 3G á síma).

Svo er vitanlega einnig hægt að nota þessi forrit til að tala við vini innanlands ef maður vill minnka símreikninginn til muna. Nú verður farið yfir helstu lausnirnar: