fbpx

Andy Ramirez er starfsmaður bandarísku samgönguöryggisstofnunarinnar (TSA) en starfsmenn á vegum stofnunarinnar framkvæma öryggisleitir á flugvöllum þar í landi.

Þegar Andy Ramirez sá að „farþegi“ hafði gleymt iPad spjaldtölvu sinni, þá ákvað hann að taka gripinn með sér heim, en hafði ekki heppnina með sér, því spjaldtölvan var nokkurs konar tálbeita í umfjöllun ABC sjónvarpsstöðvarinnar.

Starfsmenn ABC gleymdu 10 spjaldtölvum viljandi og könnuðu viðbrögð starfsmanna TSA. Áðurnefndur Ramirez beit á agnið og eftirmálarnir voru forvitnilegir, eins og sést í myndbandinu að ofan.

Avatar photo
Author

Write A Comment