fbpx

Margir sem nota Netflix á Apple TV gera sér ekki grein fyrir því að hægt er að framkvæma þrjár skipanir á fjarstýringunni sem gerir þjónustuna enn betri (eða tvær skipanir sem gerir notkunina þægilegri, og ein sem er svo til gagnslaus).

 Þar sem að Apple TV fjarstýringin er nokkuð einföld og þar af leiðandi eru skipanirnar einfaldar.

1. Bættu enskum texta við efnið sem þú ert að horfa á

Haltu inni (þ.e. click and hold) miðjutakkanum á Apple TV fjarstýringunni á meðan þú ert að horfa á þátt eða kvikmynd og þá birtist skjár sem gefur þér kost á að bæta texta við efnið, og einnig að stilla hljóðið

Netflix - Apple TV - Texti

 

2. Hoppaðu yfir kafla

Með því að ýta á niður takkann á fjarstýringunni, og þá geturðu hoppað lengra inn í efnið, þægilegt ef annaðhvort þú eða betri helmingurinn sofnaði yfir kvikmynd gærkvöldsins og ætlunin er að hefja áhorf að 50 mínútum liðnum. Þetta tekur þá mun styttri tíma heldur en að spóla með hefðbundnum hætti.

Hægt er að spóla yfir kafla á Apple TV með því að smella á "niður" hnappinn

 

3. Sjáðu hvaða titill er í spilun

Með því að smella tvisvar á upp takkann þá færðu að sjá hvaða titill er í spilun, ásamt stuttri lýsingu og hvort efnið sé bannað börnum eða ekki. Þetta hefur ekki mikla þýðingu þar sem Netflix virkar vitaskuld þannig að einstaklingurinn velur hvað hann vill horfa á hverju sinni.

Hægt er að fá upplýsingar um titil á Netflix með því að smella tvisvar á "upp" hnappinn

Avatar photo
Author

Write A Comment