Fyrr í vikunni gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu sem er nú komið í útgáfu 7.0.2.
Með uppfærslunni var villa löguð sem gerði aðilum kleift að komast í Facebook, Twitter reikninga eigandans auk myndasafnsins, þrátt fyrir að tækið væri læst með lykilorði.
Uppfærslan er á bilinu 17-20 MB að stærð eftir tækjum, og er eins og venjulega fáanlegt með því að fara í Settings > General > Software Update.