fbpx

iOS 7

Margir notendur hafa greint frá því að virkni iMessage sé ekki eins og best verður á kosið eftir uppfærslu í iOS 7, nýjasta stýrikerfið fyrir iPhone, iPad og iPod touch. Með því að fylgja leiðarvísi okkar þá ættu þau vandamál að vera úr sögunni eftir nokkrar mínútur.

Vandamálið lýsir sér þannig að notendur hafa ekki getað skráð símanúmerið sitt í iMessage, eða þá að þeir geta ekki sent iMessage með eðlilegum hætti.

Þetta er lausnin:

Skref 1: Taktu iOS tækið þitt og farðu í Settings > Messages. Þar skaltu slökkva á iMessage.

Skref 2: Nú skaltu fara í Settings > General og Reset. Þar skaltu smella á Reset Network Settings og staðfesta aðgerðina.

Ath að þetta núllstillir allar netstillingar þínar, þannig að þú munt þurfa að slá inn lykilorð á öll þráðlaus staðarnet (e. Wi-Fi) sem þú tengist reglulega aftur.

Skref 3: Farðu í Settings > Message og kveiktu á iMessage.

Það getur verið þú þurfir líka að slá inn 3G og MMS stillingar fyrir símafyrirtækið þitt, en þú getur gert það með því að fylgja leiðbeiningum okkar hér.

Avatar photo
Author

Write A Comment