fbpx

iPad - NBA

28 af 30 liðum NBA deildarinnar í körfubolta eru í viðskiptum við fyrirtækið Sportstec, sem hjálpar liðum við leikgreiningu á meðan hann er í gangi.

Bandaríska sjónvarpsstöðin Bloomberg fjallaði nýverið um Sportstec og áhrif þess á NBA deildina. Lausn Sportstec er iPad forrit sem gerir þjálfurum og öðrum starfsmönnum liðsins kleift að skoða myndbönd úr leiknum á meðan hann er í gangi og gera athugasemdir við ýmis atriði í leik liðsins.

Venjulega hafa lið þurft að sætta sig við að gera þetta nokkrum dögum eftir leik en með hjálp Sportstec geta lið nú gert þetta nánast í rauntíma.

Hægt er að sjá umfjöllun Bloomberg í myndbandinu hér fyrir neðan.

Avatar photo
Author

Write A Comment