fbpx

Android KitKat

Rúmum mánuði eftir að KitKat, nýjasta útgáfan af Android stýrikerfinu kom út, þá sýna tölur frá greiningarfyrirtækinu Chitika, að einungis 1,1% Android notenda í Bandaríkjunum eru með KitKat uppsett á tækjum sínum.

Þessar tölur þykja ekki vera lofsverðar, þegar litið er til þess að 74% iPhone eigenda í Bandaríkjunum hafa sett upp iOS 7 á tækjum sínum.

Chitika - iOS 7

Margir framleiðendur vilja oft nota eigið notendaviðmót og bæta því við stýrikerfið, sem útskýrir seinkunina að einhverju leyti. Þá hafa sum snjalltæki ekki nógu vélbúnað til að keyra KitKat.

Avatar photo
Author

Write A Comment